Námskeið í boði


Á þessari síðu er listi yfir námskeið sem eru í boði í skólanum. Aðeins skráðir notendur í Netskólanum geta skráð sig á námskeið þar sem er þátttökugjald. Skráning í Netskólann er ókeypis. Skráðu þig hér

Myndvinnsla með Gemini - Ókeypis!
Árni H. Björgvinsson| 17.9.2025 - 15.1.2026 10 kennslustundir

Lærðu að búa til og breyta myndum með gervigreind.

Fyrir hverja: Alla sem hafa áhuga á að búa til myndir með gervigreind.
Forkröfur: Að vera með Google-reikning og hafa grunnþekkingu á tölvunotkun.

Um námskeiðið
Á þessu hagnýta námskeiði lærir þú að nýta Google Gemini til að búa til myndir út frá texta. Farið verður yfir grunnatriðin, en einnig ýtarlegri aðferðir og mikilvægi þess að nota tæknina á ábyrgan hátt.

Þú lærir að skrifa góðar lýsingar til að fá þær myndir sem þú vilt, prófar mismunandi myndstíla og breytir myndum sem fyrir eru. Sérstök áhersla er á ábyrga notkun tækninnar og siðferðileg atriði sem tengjast gervigreindarmyndum.

Yfirlit námskeiðshluta

Hluti 1: Grunnatriði

  1. Kynning á Google Gemini og hvað er hægt að gera.
  2. Grunnreglur fyrir góðar lýsingar.
  3. Fyrstu skrefin í að búa til myndir.
  4. Hagnýtar æfingar með einföldum verkefnum.


Hluti 2: Ýtarlegri tækni og myndstílar

  1. Hvernig á að búa til raunsæjar, listrænar og stafrænar myndir.
  2. Að breyta myndum (Image-to-Image) og vinna með þær.
  3. Sameina myndir.
  4. Nota nákvæmari skipanir til að fá betri árangur.
  5. Ítarlegri verkefni sem byggja á mismunandi aðferðum.
  6. Kynning á öðrum AI-verkfærum frá Google.

Hluti 3: Siðferði og ábyrgð

  1. Siðferðileg atriði og álitamál.
  2. Höfundarréttur, persónuvernd og vatnsmerki.
  3. Að þekkja gervigreindarmyndir og nota tæknina á ábyrgan hátt.


Að námskeiðinu loknu ættu þátttakendur að geta búið til fagmannlegar myndir með gervigreind og hafa góðan skilning á ábyrgri notkun tækninnar.



Viltu fá ábendingu með tölvupósti þegar ný námskeið eru í boði í einhverjum af eftirtöldum flokkum?


Netfang:




Viltu fá nánari upplýsingar um námskeið, eða ráðleggingar um hvaða námskeið henta þér?
Sendu tölvupóst til postmaster@netskoli.is